spinner
π

Mjög gaman!


Rútan??? Kl 11.15 frá Mandala hótel. Loftkæling?? Ekki þekkt.">


Leigubílaöpp:
Bolt (Android) (iPhone)
Taxi Berlin (Android) (iPhone)

Veðrið í Berlín þessa stundina er "Light snow" og 0.4° hiti. Í dag má búast við -1.5° til 0.7° hita..



Heimsóknir á þessa heimasíðu:

1997

Tónlist


Hagnýtar upplýsingar um gamanstundir Aton.JL



Hvenær gerist hvað?

  • Fimmtudagur 02.06

  • - 4.30 Rúta frá T10
    - 4.40 Stoppað á strætóstöð hjá Suðurveri
    - 7.40 Flug til Berlínar (FI528)
    - 13.10 Lending og rúta á hótelið (The Mandala Hotel)
    - 14.00 Check-in
    - 19.00 Hittast á Markthalle Neun
    - 21.00 Bar
  • Föstudagur 03.06

  • - Brunch time fyrir hádegi (valfrjálst)
    - 12.15 Boros Sammlung
    - Kvöldmatur (valfrjálst)
    - 21.00 Monster Ronson’s Ichiban Karaoke bar
  • Laugardagur 04.06

  • - Brunch time fyrir hádegi (valfrjálst)
    - 18.30 Árshátíðarfeztival á Volt (Paul-Lincke-Ufer 21, 10999 Berlin, Germany)
    - 00.00 Frjáls tími til svalls
  • Sunnudagur 05.06

  • - Brunch time fyrir hádegi (valfrjálst)
    - 12.00 Tempelhof flugvöllur (chill og bjór)
    - Kvöldmatur (valfrjálst)
  • Mánudagur 06.06

  • - Brunch time fyrir hádegi (valfrjálst)
    - Rúta frá hótelinu
    - 14.15 flug frá Berlín (FI529)


Hvar er hótelið?

The Mandala
Potsdamer Str. 3, 10785 Berlin, Germany

Mikilvægt: það er EKKI innifalinn morgunmatur á hótelinu en örvæntið ekki, þið finnið brunchmeðmæli Herr Anton Jul HÉRNA.





Hvað á ég að gera?



Erkitýpur Aton.JL í Berlín

Greiningarstarfið er stór hluti af vinnu samskiptastofunnar Aton.JL. Við höfum lagst í víðtækar rannsóknir og greint hagaðila og viðfangsefni niður í fjórar erkitýpur.
  • URLAUG URSULA (Úrsúla í orlofi)
  • - Hverfi: Mitte
    - Hér er 2 klst göngutúr fyrir Úrsúlu til að haka í flest túristaboxin í kringum hótelið.
    - Checkpoint Charlie
    - Berliner dom
    - Beutsches Historisches Musem
    - Brandenburger Tor
    - Denkmal für die ermordeten Juden Europas
  • KOSMOPOLITISCH KLAUS (Lífskúnstnera Klaus)
  • - Hverfi: Charlottenburg
    - Klaus lætur sér líða vel og elskar að eyða peningnum sínum. Hann fer á söfn, drekkur kampavín í hallargörðum og kíkir í Gucci.
    - Museum Berggruen
    - Käthe Kollwitz Museum
    - KaDeWe
    - Schlossgarten Charlottenburg
  • PARTI PETER (Partý Pétur)
  • - Hverfi: Neukölln
    - Skrælþunnur vaknar Pétur og rúllar í næsta almenningsgarð. Í morgunmat fær hann sér kebab og jazzsígarettu. Við finnum hann svo í illskilgreinanlegum leðurfatnaði á klúbbnum um kvöldið.
    - Körnerpark
    - Tresor
    - Second hand shopping í Neukölln
    - Prater Beer Garden
  • RUHIG RENATE (Afslappaða Renata)
  • - Hverfi: Prenzlauer Park
    - Renata er ekkert að stressa sig á hlutunum. Hún vill fá sem mest úr sem minnstu þegar hún fer í frí, og þekkir þess vegna besta kaffihúsið, besta garðinn, og besta útsýnið.
    - Mauerpark
    - Neue Schönhauser Strasse
    - Five elephant
    - Badeschiff
    - Upp í Fernsehturm


Hvað á ég að borða?


Sjá á korti

Brunch


House of small wonder
Auguststraße 11-13, 10117 Berlin, Germany

Steel Vintage Bikes Café & Kitchen
Wilhelmstrasse 91, Berlin, Germany

Factory Girl
Auguststraße 29c, 10119 Berlin

Father Carpenter
Neue Schönhauser Str. 20, 10178 Berlin, Germany

Distrikt Coffee
Bergstraße, 10115 Berlin, Germany


Hádegismatur

Nini e Pettirosso
Ítalskur. Með bestu pítsa slice sem ég hef fengið. Ein slice og bjór á 6 evrur en staðurinn er í Neuköln þannig að hann er ekki beint í alfararleið.

Monsiour Vuong
Víetnamskur. Ekki dýr en mjög góður matur. Er í kringum hip og kúl verslunarsvæði. Góður í lunch en getur verið troðinn því hann er oft á svona “must try” listum í Berlín.

Bocca di Bacco
Fine dining Ítalskur. Í dýrari kantinum en mjög góður ef maður vill góðan ítalskan mat með góðu víni. Ég hef bara farið á hann í hádegi en væri ábyggilega hægt að fara á hann í kvöldmat.

The tree
Ekta kínverskar núðlur frá Sichuan héraði. Mjög authentic matur. Nice atmo. Ódýr.

Kvöldmatur



Markthalle Neun
Mathöll Berlínar. Allskonar matur og allskonar vín. Ostrur og kampavín yfir í tacos og allt þar á milli. Fimmtudagskvöld eru aðalkvöldin. Mæli með því að kíkja þarna þó ekki nema bara fyrir upplifunina.

Spindler Restaurant Berlin
Milli fínn. Góðar steikur og góður matur almennt. Flott interiour. Er niðri við ána á nice stað. Hægt að borða úti á sumrin.

Panama
Hip og kúl en líka góður matur. Í dýrari kantinum. Er samt líka með flottan bar (Tiger bar) og ungt og hip crowd. Hægt að sitja úti á sumrin.

Grill Royale
1 Michelin stjarna. Steikhús. Erfitt að fá borð.

Restaurant Tim Raue
2 Michelin stjörnur. Asian inspired cuisine. Ekki af þessum heimi. Mjög erfitt að fá borð. Líklegra í hádeginu. Dýr en algjörlega peninganna virði.

Ernst
Michelin hopeful staður. Algjörlega magnaður staður en ákveðin skuldbinding (tekur svona 3 tíma). Aðeins 10 manns sem eru að borða í einu og þið sitjið í eldhúsinu og horfið á kokkana elda. Kokkarnir spjalla við ykkur um matinn á meðan þið borðið. Allur matur frá einverjum bændum sem þeir þekkja. Mæli með því með vínsmökkun ef það er hægt að fá miða / sæti.

Cookie’s crème
1 Michelin stjarna. Grænmetis og/eða vegan staður. Frábær, seðjandi og ekki mjög dýr. Kúl atmo og aðkoma.

Pauly saal (gæti verið lokað vegna covid)
1 Michelin stjarna. Flottur staður og vinsæll hjá frægu fólki (ég sá Jonah Hill þegar ég borðaði þar). Nice bar líka og stemning um helgar. Góður matur og í dýrari kantinum.

Facil
2 Michelin stjörnur. Er á Mandala hótelinu. Fine dining salur og fine dining þjónusta. Mjög posh og skemmtilegt. Maturinn frábær og algjör 2 michelin stjörnu stemning. Ekki dýr miðað við standard.

Annað:
Á næst efstu hæðinni á KaDeWe (Kaufhaus das Western) er gourmet matvara og vín selt. Þar inni er hægt að fá allskonar gúmmelaði og svo eru 2 kampavínsbarir. 1 sem selur bara Moet og einn sem selur allskonar tegundir af kampavíni.


-

Hvað á ég að kaupa?


Það er allt morandi í second hand og vintage búðum í Neukölln. Hér eru uppáhalds búðir upper-class hipsteradrullunnar, en listinn er þó ekki tæmandi.
  • Loppis
    Weserstr. 167, 12045 Berlin, Germany
  • - Þægileg blanda af recent línum frá it-brands seinustu ára og svo vintage curation.
    - “Absolutely my #1 address to shop.” segir Katharina á google, hef enga ástæðu fyrir því að rengja það.

  • Ironic Gallery
    Flughafenstraße 24, 12053 Berlin, Germany
  • - Gullmolabúð. Krefst smá róts en samt ekkert of mikið.
    - Smá grungy vibe og algjör Berlínar drulla án þess að fara út í eitthvað rugl.
    - Föt fyrir öll kyn.

  • Side by Side
    Hermannstraße 37, 12049 Berlin, Germany
  • - Við erum að tala um 90s, Y2k merkjavörur, vel curatað dæmi.
    - Prada/Gucci-esce merkjavörur í bland við gullmola.
    - Smá flipp, ekkert of mikið.
    - Föt fyrir öll kyn.

  • The Good Store
    Pannierstraße 31, 12047 Berlin, Germany
  • - Vel curatuð secondhand búð.
    - Scandi drulla, allt prima quality, recent season.
    - Middle-upper price range (Samsoe til Prada).
    - Föt fyrir öll kyn.

  • Neuzwei
    Weserstr. 53, 12045 Berlin, Germany
  • - Dýrt, fancy second hand stöff.
    - Prada, Jil Sander, Acne, Gucci.
    - Mjög vel farið, frekar nýleg seasons í bland við eldra.
    - Algjör veisla.

Hvað kostar það?